#Neighborhood Living
Target:
Borgarstjórn Reykjavíkur
Region:
Iceland

Áreiti, óþægindi, óþrifnaður, smithætta og eignatjón

Áreiti og óþægindi af völdum katta sem ganga lausir er oft mikið. Mjálmandi og vælandi kettir sem hafa verið læstir úti og reyna að komast inn hvar sem er eru mjög þreytandi. það að geta t.d. ekki haft opinn eldhúsgluggann hjá sér án þess að íbúðin fyllist af köttum er einfaldlega ekki í lagi.

Kattaskítur í öllum blómabeðum og sandkössum er eitthvað sem við ættum ekki að þurfa að búa við í nútíma samfélagi. Svo við tölum nú ekki um illalyktandi kattahlandið.

Smit og sýkingahætta er mikil af köttum. Þess vegna ættum við öll að geta fengið að velja um það hvort við umgöngumst þá eða ekki.

Það er líka erfitt að fá bætt eignatjón sem kettir valda. En mörg sitjum við t.d. uppi með rispaða bíla eftir ketti.

Þetta er áskorun á borgaryfirvöld í Reykjavík að banna lausagöngu katta. Til þess að koma í veg fyrir áreiti, óþægindi, óþrifnað, smithættu og eignatjón sem alltaf er töluverð hætta á þegar kettir ganga lausir.

GoPetition respects your privacy.

The Þetta er áskorun á borgaryfirvöld í Reykjavík að banna lausagöngu katta petition to Borgarstjórn Reykjavíkur was written by Lausaganga and is in the category Neighborhood Living at GoPetition.