#Arts & Entertainment
Target:
Allar manneskjur milli himins og jarðar.
Region:
Iceland
Website:
garparnir.bloggar.is

Nýlega luku nemendur í 10. bekk í Brekkuskóla við árlegt kennaragrín skólans og var það með eindæmum vel heppnað.

Nú, þegar kom að því að sýna það hafði kennari skólans ritskoðað og bannað það. Umræddur kennari hélt því fram að sum atriði væru ekki við hæfi og við hefðum gengið of langt.

Jæja allt í lagi með það. Við hugsuðum bara með okkur að við myndum setja þetta inná heimasíðu þeirra sem gerðu þessa stuttmynd. http://garparnir.bloggar.is en þá var okkur hótað kærum og málaferlum.

Er það ekki of langt gengið að fara að kæra 15 ára unglinga vegna kennaragríns? Atriðin sem þóttu ekki við hæfi voru einmitt ekki særandi fyrir tiltekna kennara heldur áttu þau að vera "ærumeiðandi og særandi fyrir blygðunarkend."

Ég má hundur heita ef nemendur hafa aldrei á ævinni séð neitt verra en það sem var í þessum atriðum. Ég veit ekki um einn nemenda sem leið illa eftir að hafa séð upptökur eða verið viðstaddur upptökur þessara atriða.

Endilega segið álit ykkar á málinu ásamt því að skrifa undir

Við undirrituð, sýnum stuðning okkar við ykkur og okkur finnst að þið ættuð að fá að sýna kennaragrín Brekkuskóla árið 2006.

Engar kærur skulu vera lagðar á hendur ykkur vegna þessa.

GoPetition respects your privacy.

The Leyfum kennaragrín Brekkuskóla árið 2006 petition to Allar manneskjur milli himins og jarðar. was written by Einar Freyr Þorleifsson and is in the category Arts & Entertainment at GoPetition.